Sarpur

Og við erum búin að fækka

Gleðilegt árið allir

Alltof langt síðan maður setti eitthvað á heimasíðuna hérna.  Eins og fyrirsögnin segir þá fórum við í að fækka hrossunum og eigum nú 58 hross á öllum aldri.  Tókum út svona „Wannabe“ hryssur og þeirra afkvæmi og eigum nú að við teljum gott blóð eftir.  Það er nú óðum að skírast hvaða hryssur eru að skila og ætlar Sara frá Víðinesi 2 að standa uppúr. Bæði undan henni og útaf henni.  Þorvaldur Árni er með 3 hross, öll ættir að rekja til Söru.  Hann er með Stóðhest sem heitir Hringur og er á 6 vetur var lítið taminn á 4 vetur og ennþá minna á 5 en var í þjálfun í sumar aðeins.  Hringur er gríðarlega stór orðinn vel yfir 1,50 á stöng, lítur vel út með hann enn sem komið er.   Við Þorvaldur eigum hann saman.  Þá er hann með tvær hryssur á 5 vetur, báðar undan Sörusyni, Forsetasyni sem ég missti á 4 vetur og hét Blær.  Önnur þeirra Hástíg frá Hrafnagil er mikið efni og er undan Perlu frá Hrafnagili af gamla kyninu hér á bæ og hin er Fífa frá Hrafnagili undan Fröken frá Brún 1. verðlaunahryssu.  Það lítur vel út með þær báðar  og Blær  hefur kannski verið kynbótahestur, því í Árgerði eru til 2 vígaleg undan honum einnig og gaman ef allt gengur upp í vor.  Síðan er Eigill og Kaja í Hvalnesi með 5 í tamningu fyrir okkur og stutt síðan þau fóru og engar fréttir ennþá.  Síðan er Hringrás í Litla-Garði í þjálfun og 1 Blæsdóttir hjá Baldvin Ara á Akureyri. Síðan er Lúlli Matt með Dósentsdóttir undan Söru á 5 vetur og hún er mjög efnileg.

Ætlum að fækka hrossunum í haust

Við höfum ákveðið að fækka hrossunum í haust um helming enda tímabært vegna lækkandi verðs og samdrætti í greininni. Erum búin að vera heppin í ár og fengið fullt af merfolöldum Sara frá Víðinesi átti rauðst hryssu undan Hrym Hofi Rauðhetta frá Holti hryssu undan Kjerúlf Þær eru nú báðar fylfullar við Kappa Kommu Síðan fengum við hryssur undan Hrym 6 Stk, Auð frá Lundum eina lika Órion gamla frá Litla-Bergi, Sveini -Hervari, Fróða Staðartungu, Eldjàrni Tjaldhólum svo eitthvað sé nefnt

Egill er með’etta

Egill tamningamaður fór á ísmótið sem var haldið  á Skriðu í Hörgárdal í dag. Fór með 2 hryssur og kom þeim báðum í A-úrslit.  Þetta voru Vænting frá Hrafnagili og Sýn frá Gauksstöðum 1 verðlaunahryssa sem hann á sjálfur.  Egill kom þeim báðum í úrslit  og var Vænting okkar  Forsetadóttir nr  4 inn í A-úrslit með 6,50, þannig að hann valdi Sýn í úrslitunum og varð efstur á henni ásamt Matta Eiðs, gaman að sjá Matta aftur í hnakknum, snillingur þar á ferð.  Þetta er fyrsta mótið hjá Væntingu og hún verður flott keppnishryssa í framtíðinni.

set videoið af mótinu fljótlega inn hér

Ný hross á sölusíðunni

Kíkið á horse for sale vorum að setja inn söluhross… Alvöru hross :)

Maístjarna frá Ytra-Skörðugili

Maístjarna er Hrynjandadóttir frá  Hrepphólum en hana eignuðumst við að fullu í sumar.  Hún er ósýnd, heltist við mikla þjálfun og er komin í ræktun hjá okkur.  Mjúkt tölt og rúm á gangi.  Ætlum að fá nokkur undan henni og sjá til hvernig þau koma út. wmv maistjarna 4.72 Mb tekið af Holakot.is eða com :)

Vænting frá Hrafnagili

Hér kemur video af væntingu 5 vetra hryssu undan Forseta frá Vorsabæ og Blöndu frá Hrafnagili með meistara Agli Bjarnasyni http://youtu.be/QDvYpVxBm1A

Margar góðar hryssur hjá Hrym 2012

Hrymur fékk margar magnaðar hryssur til sín í sumar eins og t.d. Eldingu frá Blönduósi 8,20 Söru frá Víðinesi 8,29 Fröken frá Brún 8,01 Minningu frá Sauðanesi 8,24 Júnídís frá Skarði 8,16 Dröfn frá Stað (móðir Krítar frá Miðhjáleigu) Móðir Roða frá Garði kom líka Gæfa frá Kjarnholtum Móðir Grásteins frá Brekku í Fljótsdal Línu frá Árbakka Aríu frá Flugumýri Systir Rökkva frá Hárlaugsstöðum Blæja frá Hólaborg Birta frá Fellskoti Bára Brá frá Litlu-Sandvík       og fleiri  

Hrymur að tikka inn

Var að glugga í Worldfeng og sá þar að Hrymur á 35 afkvæmi með keppnisárangur og er það mjög gaman því það er alltaf eftirsóttara að hross standi sig í keppni. Það er söluvara :)

Efemía frá Garði 5 vetra Hrymsdóttir

Þessa hryssu eignuðumst við í hestakaupum við Einar Víði Einarsson en hún er nú ekki mikið tamin, hefur verið tekin annað slagið síðastliðið ár.  Líst vel á þessa og stefnum í dóm í vor Efemía á youtube 14.11.2012

Stóðhestanotkun 2012

Við fórum víða í sumar með hryssur og planið breyttist oft. Sara frá Víðinesi okkar aðalhryssa er fylfull við Hrym frá Hofi Keila frá Bjarnastaðahlíð við Gangster frá Árgerði Fröken vonandi við Hrym en var síðan hjá Eldjárni eftir það, Hrymur vildi bara afgreiða hana 1 x Rauðhetta frá Holti er fylfull við Kjerúlf frá Kollaleiru, (1 verðl undan Bruna frá Hafsteinsstöðum og Sörladóttur frá Sauðárkróki) Perla frá Hrafnagili er fylfull við Krók frá Ytra-Dalsgerði Ópera frá Gýgjarhóli er fylfull við Ramma frá Búlandi Bára Brá frá Litlu-Sandvík er fengin við Hrym frá Hofi Bylgja frá Litlu-Sandvík er fengin við Sveini-Hervari Elding frá Hrafnagili við Auði frá Lundum Drift frá Garði við Hrym frá Hofi Hending frá Blönduósi (systir Hryms undan Garpi frá Auðsholtshjáleigu) fyl  við Blæ frá Torfunesi Frökk frá Vopnafirði (dóttir Frökenar og Dósents) við Órion gamla frá Litla-Bergi Aría frá Flugumýri við Hrym frá Hofi 2 Hryssur frá Höfða í Þverárhlíð við Eldjárni frá Tjaldhólum Fimmund frá Hólum við Kiljan frá Árgerði Hrund frá Ytra-Dalsgerði við Leikni frá Vakursstöðum Brá frá Steinnesi við Fróða frá Staðartungu held að þetta sé að verða gott þetta árið :) síðan 6-7 í viðbót við Hrym frá Hofi