Velkomin á Hrafnagil

Hrafnagil er 12 km sunnan við Akureyri, vestan megin Eyjafjarðarár, við veg nr. 821.

Gestgjafar Berglind Kristinsdóttir, Jón Elvar Hjörleifsson

GISTIHÚSIÐ

Opið: Allt árið, fyrirfram bókanir 01.09 til 31.05.
Búskapur: Kýr, hestar, kindur, hænur og önnur gæludýr.
Næsta þéttbýli: Akureyri 12km.
Sundlaug: Hrafnagilsskóli 400 m.
Golf: Þverá 8 km.
Hestaleiga: Hestaleigan Kátur, 8 km.

Frábært fyrir fjölskyldur

Börn frá 2-11 ára fá helmingsafslátt á gistingu og fæði ef þau gista í herbergi með fullorðnum og helmingsafslátt á fæði ef þau gista í sérherbergi. Ef börn fá sér herbergi greiðist fullt gjald allt að 2 börn, þriðja barn eða fleiri fá þá afslátt í samræmi við aldur.